Setjum hluti í poka. Hver hlutur stendur fyrir lag (eitt eða fleiri). Börnin skiptast á að taka upp úr pokanum, og við syngjum saman lögin sem tengjast hlutunum.
Dæmi: Ef barn tekur kött upp úr sekknum, ákveður það hvort við eigum að syngja eitthvert lag um kött saman, eða hvort barnið vill syngja eitt, eða hvort við eigum jafnvel að syngja eitthvert frumsamið lag.
![]() |
Ég nota sleðaflautu (sést á myndinni hér að ofan). Þegar barn stingur höndinni niður í pokann blæs ég í hana til að skapa stemmningu.