Hér er dæmi um hvernig hægt er að vinna með málörvun gegnum söngtexta. Markmiðið er að auka skilning og innlifun barnanna og leiðin sem er farin til þess er annars vegar að setja lagið fram sjónrænt og hins vegar að draga fram söguna bak við lagið (en söguna þarf maður stundum að semja sjálfur). Leikmunir og brúður gera að verkum að textinn verður mun áþreifanlegri, ekki síst þegar notað er gamalt orðalag sem börnin þekkja ekki úr daglegu tali.

Pdf-útgáfa af glærunum

Ef þið hafið áhuga á að sækja þessar myndir eða prenta út til að nota í samverustund eru þær hér sem PDF: Syrpa málörvun.pdf.

Rétt er að taka fram að vísurnar sem safnað er saman í þessa syrpu voru alls ekki samdar sem ein heild heldur er þeim safnað úr ýmsum áttum. Sumar eru þjóðvísur og aðrar eftir þekkta höfunda.

Syrpa

D
Afi minn og amma mín
      A
úti á Bakka búa.

Þau eru bæði sæt og fín
         D
og þangað vil ég fljúga. (höf. óþekktur)

Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan gluggann.
Þarna siglir einhver inn
ofurlítil duggan. (Sveinbjörn Eigilsson)

Sigga litla systir mín
situr úti í götu.
Er að mjólka ána sín
í ofurlitla fötu. (Sveinbjörn Eigilsson)

Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi.
Sækja bæði sykur og brauð
sitt af hvoru tagi. (höf. óþekktur)

Fuglinn segir bí, bí, bí.
Bí, bí segir hún Stína.
Kveldúlfur er komin í 
kerlinguna mína. (Sveinbjörn Eigilsson)

Fleira vísur

Buxur, vesti, brók og skó, 
bætta sokka nýta, 
húfutetur, hálsklút þó, 
háleistana hvíta. (Jónas Hallgrímsson)

Við skulum róa á selabát
fyrst við erum fjórir
það eru bæði þú og ég
stýrimaður og stjóri. (höf. óþekktur)

Afi minn og amma mín
Fóru út að hjóla
Afi datt í drullupoll
Og amma fór að spóla (leikskólavísa)

Apinn býr í Afríku
ekki á Akureyri
Apabörnin óþekku
eru sífellt fleiri (Birte og Baldur)

Uppruni lagsins

Það kom mér annars mjög á óvart að uppgötva að þetta lag sem ég var handviss um að væri al-íslenskt er í raun eftir Al Dexter og heitir "Pistol Packin' Mama". Ég setti inn myndskeið frá YouTube til að sýna fram á þetta, en upplýsingarnar fann ég í bókinni hennar Unu Margrétar Jónsdóttur: "Allir í leik 2. Söngvaleikir barna".

Samkvæmt Wikipediu er Al Dexter reyndar einungis höfundur textans í "Pistol Packin' Mama", á meðan laglínan er byggð á þjóðlagi Suðurríkjaþræla af nígerskum ættum, "Boil Them Cabbage Down".