Sjáið folann valhoppa er einfalt og skemmtilegt lag þar sem börnin ímynda sér að þau séu folöld sem geysa um salinn þar til þau verða þreytt og lulla hægt og rólega heim á leið. Að lokum leggjast þau niður til að hvíla sig, áður en þau byrja aftur að valhoppa um salinn.
Helga Rut Guðmundsdóttir þýddi lagið, sem má finna í bókinni Tónagull. Á Arnarsmára í Kópavogi notar Eyrún Birna Jónsdóttir tónlistarkennari lagið, og hægt er að sjá upptöku af því með 3ja ára börnum á flickr-síðu hennar. Smellið hér til að skoða.
Sjáið folann valhoppa
C
//:Sjáið folann valhoppa, valhoppa
F G C G C
fram um moldarveg :// 3x
C
Sjáið folann lulla heim
F G C
þreyttur hann er
F G Am
þreyttur hann er
F G C
þreyttur hann er.
Lag: See the pony galloping (bandarískt lag)
Þýðing: Helga Rut Guðmundsdóttir