Það getur verið gaman að tengja saman bók, söng og leik í samverustund, eins og við gerðum hérna í sambandi við hákarlaþemað okkar. Það sem tengir þessa þætti saman í þessu tilviki er leitin að hákarlinum...

Hvar_er_ugginn

Bókin

Þegar við Imma vorum að leita að bókum til að nota í sambandi við hákarlaþemað okkar fundum við fína bók eftir Nick Sharratt. Hún heitir Shark in the Park, en við köllum hana "Sjonni svali og hákarlinn" á íslensku. Í bókinni er lítill strákur að horfa í gegnum kíkinni sinn í lystigarðinum þegar hann sér allt í einu uggann á hákarli. Þetta gerist þrisvar, og alltaf kemur í ljós að þetta var í rauninni eitthvað annað. Nema þegar Sjonni er á leiðinni heim með pabba sínum sjáum við eitthvað dularfullt í andapollinum...

Lagið

Imma fékk hugmyndina um að tengja laglínuna úr Hákarlalaginu við bókina og láta börnin gera sjónaukahreyfingar með honum Sjonna. Þetta má sjá og heyra á myndskeiðinu neðar á síðunni.

Shark in the Park
9780433032410
Sjonni Svali
da-da-da-da-da-da-da!
með sjónauka
da-da-da-da-da-da-da!
Hann horfir upp
da-da-da-da-da-da-da!
Hann horfir niður
da-da-da-da-da-da-da!
Og til hliðar
da-da-da-da-da-da-da!
Og til hliðar
da-da-da-da-da-da-da!
... og hann sér HÁKAAAAARL!

Leikurinn

Í lokin á myndskeiðinu má sjá leikinn sem við leikum eftir að hafa lesið bókina. Hann er tilbrigði við gamlan og velþekktan leik: Við felum hákarlauggann einhvers staðar, og svo kemur einhver inn (á myndskeiðinu var það Sigrún leikskólastjóri) til að leita að honum. Við gefum svo vísbendingu um það hvort maður sé "heitur" eða "kaldur" með því að raula "da-da-da-da-da-da" úr hákarlalaginu með mismunandi styrk.