Þetta lag varð svo ótrúlega vinsælt hjá börnunum okkar þegar við vorum með skordýraþema í haust. Það er glaðlegt og hresst og börnin tóku upp á að syngja það í tíma og ótíma úti um allan leikskólann ;o). Börnin læra um tíu mismunandi hljóðfæri og á geisladisknum sem fylgir geta þau heyrt hvernig þau hljóma.
Lagið er á geisladisk sem fylgdi bók sem heitir "Creepy Crawling Calypso" og er eftir Tony Langham og Debbie Harter. Á disknum eru öll hljóðfærin kynnt: stáltrommur, harmonikka, saxófónn, básúnur, trompet, þverflauta, gítar, xýlófónn, kóngatrommur og píanó. (Það er gaman að syngja með disknum til að heyra hljóðfærin en það er svolítið erfitt af því að tóntegundin passar betur fyrir karlarödd... :)
Ég ljósritaði myndir af dýrunum og hljóðfærunum og setti þau á spjöld. Börnin léku sér svo að því að para þau rétt saman og reyndu að muna hvaða skordýr spiluðu á hvaða hljóðfæri.
Það er klárlega viðlagið sem er auðveldast og skemmtilegast fyrir börnin að syngja og höfum við þess vegna notað það milli erindanna í laginu (en í bokinni og á geisladisknum er það bara sungið í upphafi og enda lagsins).
![]() |
Texti
Komdu með á tónleika
komdu út í skóg
Nú ætla skordýrin að spila saman
KA-LYP-SÓ
![]() |
Komdu með á tónleika
komdu út í skóg
Nú ætla skordýrin að spila saman
KA-LYP-SÓ Ó, já!
KA-LYP-SÓ Ó, já!
Ein risa könguló slær á trommunar
Tvö fiðrildi með harmonikkuna
Þrír kakkalakkar spila á saxófón
Fjórar drekaflugur blása í básúnur
Komdu með á tónleika...
![]() |
Fimm hressar eldflugur trompet leika á
Sex svartir maurar spila á þverflautu
Sjö maríuhænur sýna gítarleik
Átta engisprettur spila á xýlófón
Komdu með á tónleika...
Níu járnsmiðir berja kóngatrommur á
Tíu þúsundfætlur leika á píanó
Komdu með á tónleika...
Lag: "Creepy Crawly Calypso" eftir Tony Langham Þýð.: Birte Harksen
Lagið i PDF með gítargripum
Smellið hér til að sækja PDF-skjal með laginu.