Hvítt lak, kastljós og skemmtileg tónlist. Meira þarf ekki til að fá þennan galdur til að virka. Við Imma glöddumst enn einu sinni yfir hvað elstu börnin á deildinni höfðu gaman af að dansa og það var hreint út sagt magnað að horfa á þennan töfrandi skuggadans hjá þeim.

Við notuðum "vélmenna"-tónlistina aftur og börnin eru farin að þekkja hana mjög vel. Þetta er "Robotboys Feat. Poppin John" sem ég fann á YouTube.

Hér er annað myndskeið, sem er alveg í uppáhaldi hjá mér af því að börnin eru svo dásamleg! Það er yndislegt þegar maður fær að vera vitni að barni útvikka sjálfsmynd sína með þvi að prófa eitthvað nýtt :) Tónlistin er úr myndinni "The Piano".

Ballett Dúett from Birte Harksen on Vimeo.

Robotboys er danskur danshópur sem tók þátt í Britain's Got Talent árið 2014. Hér eru þeir að dansa með Poppin John en hann er frá Bandaríkjunum.