Þessi leikur er skemmtilegur fyrir börn yfir 4 ára aldri (þetta er eins konar eltingaleikur þar sem sá sem eltir er slanga sem veltir sér um á gólfinu). Hér er lítið lag tengt við leikinn.

Snákur

Gættu þín, já gættu þín!
Í grasinu er slanga!
Hún tekur þig, hún tekur þig,
hún tekur þig til fanga!

Lagið er sungið meðan börnin benda á slöngu sem liggur í hringnum miðjum. Svo byrjar eltingaleikurinn. Þegar slangan kemur við einhvern annan breytist viðkomandi í slöngu, og leikurinn heldur áfram þar til allir eru orðnir slöngur. Þegar það gerist skríða allar slöngurnar inn í miðjuna, halda snákaþing og segja S-s-s-s!

(Laglína: Hønsefødder og gulerødder)

Birte Harksen