Þessi stoppdans frá Asako í Fögrubrekku er mjög skemmtilegur. Eins og sést í myndskeiðinu neðar á síðunni byrjar hún á að sýna börnunum myndirnar sem verða notaðar í dansinum.

Það geta verið myndir af mörgu tagi, en í þessu tilfelli notar hún myndir af broskörlum sem eru í mismunandi skapi eða gera eitthvað, sem börnin eiga svo að herma eftir meðan tónlistin spilar. Þegar tónlistir stoppar eiga þau að snúa aftur á upphafsstaðinn og byrja á næsta mynd.