Þessi stoppdans varð til við tilviljun vegna þess að við fundum stóran tening úr svampi inni í íþróttasal. Leikurinn er mjög skemmtilegur vegna þess að börnin elska að umbreytast. Til eru mörg tilbrigði við leikinn, t.d. að velja annan flokk en dýr. Á þessari mynd hafa börnin breyst í fiðrildi:
![]() |
1. Börnin ákveða hvaða hliðar teningsins svara til hvaða dýra.
2. Þá byrjar dansinn. Kennarinn slær trommuritma um hríð meðan börnin dansa, en slær svo skyndilega þrisvar með báðum höndum á trommuna meðan hann hrópar: "1-2-3 - Frjósa!" Börnin frjósa þá í þeirri stellingu sem þau voru í.
3. Kennarinn kastar teningnum. Börnin breytast í það dýr sem búið var að ákveða fyrir þá hlið. Kennarinn byrjar að tromma og börnin dansa að nýju.
Ef teningurinn lendir oft á því sama má segja: "Nei, við höfum prófað það," og kasta honum aftur.
Fyrir 2-3 ára börn er það of abstrakt að nota venjulegan tening, svo að handa þeim hef ég gert tening með dýramyndum.