Vefurinn supersimplesongs.com inniheldur mikið af tónlistarefni og kennsluhugmyndum sem henta vel fyrir leikskóla. Þar er fullt af myndskeiðum, þannig að auðvelt er að gera sér grein fyrir hvernig hugmyndirnar virka í framkvæmd.
Vefurinn Super Simple Songs var gerður í tengslum við enskukennslu í Japan, þannig að auk tónlistarþáttarins geta börnin lært smá ensku. Orðaforðinn og setningabyggingin eru einföld, þannig að börn allt frá 3-4 ára aldri geta auðveldlega verið með og skemmt sér vel. Efnið gæti einnig hentað yngstu bekkjum grunnskóla.
Hægt er að kaupa tónlistina sem notuð er á síðunni, bæði með því að hala niður mp3-skrám og með því að panta geisladiska.
We All Fall Down er lag sem var sótt af Super Simple Songs og notað hér með góðum árangri.