Tælensk móðir er nýbúin að svæfa barnið sitt þegar hún heyrir í mýflugu. "Suss! Sérðu ekki barnið mitt sefur?!" segir hún við mýfluguna, en þá byrjar hins vegar alltaf eitthvert annað dýr að hafa hátt: fyrst eðla, svo köttur, mús, froskur, svín o.s.frv. Alltaf syngur mamman litlu vögguvísuna sína, en gerir sér ekki grein fyrir að barnið er glaðvakandi og farið á stjá í húsinu...

Suss_dýrin

Suss!
Hushthailullabybook

Bókin heitir: "Hush! A Thai Lullaby" eftir Minfong Ho og Holly Mead. Hægt er að skoða eða panta hana á Amazon.co.uk.

Glaðvakandi...
Glaðvakandi

– Þetta er fyrsta erindið, en fyrsta línan breytist auðvitað
eftir því hvaða dýr er að hafa hátt:

Söngtexti

Litla fluga hafðu hljóð
sérðu ekki barnið mitt sefur?
Ég er að syngja vögguljóð
og allt of hátt þú hefur!

Gekkó eðla hafðu hljóð...
Svarti kisi hafðu hljóð...
Gráa mús, ó hafðu hljóð...
Græni froskur...
Stóra svín...
Hvíta önd...
Vatnavísundur...
Stóri fíll...

Lag: Hush Little Baby

Mandarínukassamynd

Lítil hugmynd

Eins og sjá má á myndskeiðinu og á myndinni hér fyrir ofan fann ég plastfígúrur af dýrunum úr bókinni til að gera hana meira lifandi, og gerði bakgrunn úr mynd frá Tælandi. Sniðugt er að nota hliðarnar af mandarínukassa úr tré og láta myndirnar á þær, þá er svo auðvelt að stilla henni upp og nota sem bakgrunn. Sjá mynd hér til hliðar.