Flestir hafa heyrt um þennan fræga ballet eftir Tchaikovsky, en Svanavatnið er líka frábært ævintýri með vondan galdrakarl sem heitir Rauðskeggur og sem breytir prinsessunni Odette í svan ásamt öllum hirðmeyjunum hennar. En svo verður prins Sigurður ástfanginn í Odette, og dramatískir atburðir gerast...

Svanavatn

Svanavatnið Svanavatnið var eitt af því sem við unnum með í sambandi við svanaþema á deildinni. Við byrjuðum á sýna þeim ævintýrið með því að setja upp smá brúðuleikrit fyrir þau, eins og sést á myndinni. Börnin voru gifulega upptekin af sögunni og okkur langaði að leyfa þeim að upplifa balletinn líka. Við fengum ballet-mynddisk lánaðan á bókasafninu og sáum brot úr Svanavatninu og svo fórum við sjálf að æfa nokkur spor. Að lokum héldum við dansleik þar sem við dönsuðum öll við tónlist Tschaikovskys. Sjá myndskeiðið hér fyrir neðan.

Ballet Við vorum svo heppin að fá tvo íþróttafræðinema frá HR, þær Írisi og Siggu, í tveggja vikna æfingakennslu einmitt þegar við vorum að fara að æfa ballet. Þær voru frábærar og mjög færar í ballet :o) Þær kenndu okkur ýmis spór og allir fengu að vera með þó að þær ynnu aðallega með 5 ára börnin. Á hinu myndskeiðinu fyrir neðan má sjá smá sýnishorn af því.

Tónlistin í síðara myndskeiðinu er "Svanurinn" úr Karnivali Dýranna (eftir Saint Saëns).

Swan_lake Ég vil benda á góða bók sem gegnum myndskreytingarnar tengir söguna úr Svanavatninu við balletinn. Það er Swan Lake eftir Rachel Isadora