Í Stubbaseli er hefð fyrir því að börnin syngi Minni karla (Táp og fjör) og Minni kvenna (Fósturlandsins freyjur) á Bóndadaginn, og er varla hægt að hugsa sér þjóðlegri og betri sið en þetta! Þótt strákarnir hafi kannski upphaflega átt að syngja til stelpnanna og öfugt, þá hjálpast börnin bara að með bæði lögin.

Minni karla

C   F    G7   C
Táp og fjör og frískir menn
F    C      G
finnast hér á landi enn,
Am    E7    Am    E7
þéttir á velli og þéttir í lund,
Am   E7  Am
þrautgóðir á raunastund.
C      G7
Djúp og blá blíðum hjá
F   C       G
brosa drósum hvarmaljós.
Am   E7   Am  E7
Norðurstranda stuðlaberg
Am   E7  Am
stendur enn á gömlum merg.

Lag: Sænskt þjóðlag
Texti: Grímur Thomsen

Minni kvenna

C Em F  C 
Fósturlandsins freyja,
G C  G 
fagra Vanadís,
C D7  G 
móðir, kona, meyja,
Em  Dsus4 D7 G 
meðtak lof  og prís!
Dm   A7   Dm G7
Blessað sé þitt blíða
C    G C  G 
bros og gullin tár.
Am   Em    F C 
Þú ert lands og lýða
Gsus4 G7   C 
ljós í þúsund ár.

Texti: Matthías Jochumsson
Lag: Johann A. P. Schultz

(Það getur annars verið að gítargripin séu ekki alveg rétt, en nótur við bæði lögin er að finna í Íslenzkt söngvasafn, 1. hefti, Reykjavík 1915, endurprentað 1948).

Þorrablót