Þetta myndskeið er svo dásamlegt að ég hvet alla til að sjá það. Leikurinn er einfaldur: Eítt barnið felur í lófunum töfraperlu sem kinverski drekinn er að leita að. Drekinn kemur nú inn og leitar með því að hvísla "Ertu með töfraperluna mína?"

Ert þú með töfraperluna mína?
Kina2

Bæta má við þetta með því að syngja litla lagið hér á eftir áður en drekinn byrjar að leita. Það er við sömu laglínu og heyra má á myndskeiðinu. Ennig má segja söguna um drenginn sem gleypti töfraperlu og breyttist í dreka. Sjá meira hér: Xiao Sheng og töfraperlan.

Texti

Drengur að dreka varð
töfraperlan aftur hvarf
Veistu hvar hún leynist?
Veistu hvar hún er?

Kinverska drekann keypti ég einu sinni í London í kínverska hverfinu.