Ég rakst á þetta skemmtilega lag fyrir tilviljun og er það orðið uppáhaldslagið hjá 7 ára stráknum mínum. Eric Herman syngur hér indælt lag um fíla... eða hvað? Konan hans, Roseann, gerði teiknimyndina og þriggja ára dóttir þeirra, Becca, hjálpaði til.

Hægt er að nálgast geisladiska með fleiri lögum Hermans á vefsetri hans.

Þessi útgáfa af "The Elephant Song" er af geisladisknum "The Kid in the Mirror".