Þessi leikur er af DVD-disknum Leg, musik og bevægelse. Hann er auðveldur og skemmtilegur og hægt að gera við hann ótal tilbrigði. Hentar best fyrir 2-4 ára börn.

Tröllabörn í kassa
Troll_jack_in_the_box

A) Þið eruð núna lítil tröllabörn sem eruð að fela ykkur niðri í kassa (grúfa á mottunni).

​B) Nú kem ég og loka kössunum (Strjúka með hendinni eftir bakinu). / Má sleppa nema í fyrstu umferð.

​C) Tröllabörnin liggja kyrr og hlusta. Hvað er það sem þau heyra? Það er hljóðið í stóru klukkunni í stofunni, sem segir "Tikk - takk" (allir segja það saman).

​D) Þegar klukkan verður 12 þá stökkva tröllin upp úr kössunum og bregða á leik (telja upp að 12 saman: "Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu, ellefu, tólf!" Kennarinn kallar: "Vaknið þið nú tröllabörn og byrjið að hopppa!" (eða þramma / læðast / dansa / skríða / o.s.frv.)

​E) ...og tröllabörnin fara að hoppa, - trampa, - læðast, - dansa o.s.frv. Kennarinn spilar e.t.v. trommuritma, sem passar við.

​F) Tröllabörnin fara aftur niður í kassann. Leikurinn heldur áfram eins lengi og börnin hafa gaman af.