Þessi fallega, tregablandna vögguvísa heitir "Sa Ugoy Ng Duyan". Duyan þýðir vagga (og um leið hengirúm eins og sjá má á upptökunni). Tess frá Filippseyjum hefur um árabil unnið á Stubbaseli, sem er hluti af Heilsuleikskólanum Urðarhóli. Hér syngur hún og Birte ásamt elstu börnunum á deildinni.
Tekið upp í Stubbaseli, 23. júní 2008. Við syngjum hér bara byrjunina á laginu. Textinn fjallar um að hugsa aftur til baka til þess tíma þegar maður lá í örmum móður sinnar og hún söng um ást sína á barninu sínu.
Sa Ugoy Ng Duyan
Sana’y di nagmaliw ang dati kong araw
Nang munti pang bata sa piling ni nanay
Nais kong maulit ang awit ni inang mahal
Awit ng pag-ibig habang ako’y nasa duyan