Þetta er mjög þekkt vögguvísa í Noregi og Svíþjóð. Hér er hún í íslenskri þýðingu. Sem sjá má á myndinni getur verið gaman að leggja hendurnar saman meðan sungið er, og svo lyfta þeim aðeins þegar "púff" er sungið.
![]() |
Þegar tröllamamma hefur lagt
litlu tröllin
og bundið þau saman á halanum,
þá syngur hún fyrir
litlu krúttin
það fallegasta orð sem hún þekkir:
Kúejejejej púff,
kúejejejej púff!
Kúejejejej púff, púff,
kúejejejej púff!
Þýðing: Helga Björg Svansdóttir (?)