Þetta er indælt og grípandi lag, sem við höfum þýtt úr arabísku. Lagið hefur ákaflega fallegan boðskap um frið á jörð. Það er mjög áhrifaríkt og hrærandi þegar allir gera hreyfingarnar saman og takast í hendur þegar við syngjum um að tengjast böndum og mynda einingu allra á jörð. Skoðið myndskeiðin á síðunni.

Dropalagið

Við erum dropar

Við erum dropar
Við_erum_dropar
    D
Við erum dropar x2
    D 
í einu hafi. x2
     G
Við erum laufblöð x2
    A7
á sama trénu. x2

     D   
Tengjumst böndum. x2
    G
Myndum einingu allra á jörð,
    D   A7      D
stefnum að því saman, þú og ég.

   D
Allar þjóðir x2
   D
sama þjóðin. x2
    G
Mannkynið x2
    A7
er ein heild. x2

     D
Tengjumst böndum. x2
    G
Myndum einingu allra á jörð,
    D    A7     D
stefnum að því saman, þú og ég.

Þýðing: Baldur A. Kristinsson og Birte Harksen, jan. 2008.

Lagið á arabísku

Lagið er upphaflega arabískt. Hægt er að hlusta á það á frummálinu á síðunni Arabískt lag. Þar er bæði myndskeið og mp3-skrá.

Hreyfingar

Fyrra erindi:

 1. Sýnið með fingrunum regndropa sem falla.
 2. Gerið bylgjuhreyfingu með annarri hendi (eða báðum) til að sýna hafið.
 3. Sýnið laufblað með því að halda um "stilkinn" með vinstri og forma "blaðið" með því að hreyfa fingur hægri handar (sjá tákn með tali)
 4. Sýnið tré með því að styðja undir olnbogann með annarri hendi og rétta hina höndina upp með gleiða fingur (sbr. tákn með tali).
 5. Allir takast í hendur ("tengjumst böndum").
 6. Sýnið jörðina með því að hreyfa báðar hendur til að sýna útlínur stórrar kúlu fyrir framan okkur.
 7. "stefnum að því" - þetta er sýnt með því að leggja saman lófana og rétta hendurnar fram saman til að benda fram á veginn.

Síðara erindi:

 1. "allar þjóðir" - þá sláum við fyrst annarri hendinni út og svo hinni eins og til að gefa til kynna hóp fólks sem umkringir mann.
 2. "sama þjóðin" - gagnstæð hreyfing, þar sem við drögum handleggina að okkur og föðmum okkur sjálf
 3. "mannkynið" - látum fingurna vísa upp með lófann að okkur og hreyfum fingurna til að gefa til kynna fólkið á jörðinni
 4. "ein heild" - spennum greipar.
 5. Viðlagið svo eins og áðan (tengjumst böndum o.s.frv.)

Hér er gömul upptaka frá 2008: