Stella Bryndís Helgadóttir gerði eftirfarandi þýðingu á hinu þrælskemmtilega lagi "We're Going on a Lion Hunt" (eftir Lindu Adamson), þar sem börnin fara saman á ljónaveiðar. Stella lýsir því hvernig hún notar lagið: "Við göngum yfirleitt í halarófu og leitum að ljóninu, gerum hreyfingarnar og þegar við höfum fundið ljónið sem orgar svakalega þá gerum við allt afturábak, þ.e.a.s. hreyfingarnar."

Hér er myndskeið með enskri útgáfu lagsins af childrenlovetosing.com. Þar er einnig hægt að kaupa lagið á mp3-sniði fyrir tæplega \$1.

Við förum öll í ljónaleit

Ljónaleit.jpg
Ljónaleit
Við förum öll í ljónaleit
Og erum hvergi smeyk
Við förum öll í ljónaleit
Og erum hvergi smeyk
Við förum öll í ljónaleit
Og erum hvergi smeyk
Oó HÁTT GRAS
KLIPP KLIPP KLIPP
KLIPP KLIPP KLIPP

Við förum öll í ljónaleit
Og erum hvergi smeyk
Við förum öll í ljónaleit
Og erum hvergi smeyk
Við förum öll í ljónaleit
Og erum hvergi smeyk
Oó POLLAR
SPLISH SPLASH SPLISH
SPLASH SPLISH SPLASH

Við förum öll í ljónaleit
Og erum hvergi smeyk
Við förum öll í ljónaleit
Og erum hvergi smeyk
Við förum öll í ljónaleit
Og erum hvergi smeyk
Oó DRULLA
PUFF PUFF PUFF PUFF 
PUFF PUFF

("Puff" hér að ofan er hljóðið sem kemur þegar maður stígur ofan í leðju.)

Við förum öll í ljónaleit
Og erum hvergi smeyk
Við förum öll í ljónaleit
Og erum hvergi smeyk
Við förum öll í ljónaleit
Og erum hvergi smeyk
Oó BRÚ
Smella í góm 4 sinnum

Við förum öll í ljónaleit
Og erum hvergi smeyk
Við förum öll í ljónaleit
Og erum hvergi smeyk
Við förum öll í ljónaleit
Og erum hvergi smeyk
Oó HELLIR
LÆÐUMST LÆÐUMST
LÆÐUMST LÆÐUMST 

"AAARRRRRRRGGG"
(Ljónið kemur)

LÆÐUMST LÆÐUMST
LÆÐUMST LÆÐUMST
Smella í góm 4 sinnum
PUFF PUFF PUFF PUFF PUFF PUFF
SPLISH SPLASH SPLISH
SPLASH SPLISH SPLASH
KLIPP KLIPP KLIPP
KLIPP KLIPP KLIPP

Við fórum öll í ljónaleit
og vorum hvergi smeyk
Við fórum öll í ljónaleit
og vorum hvergi smeyk
Við fórum öll í ljónaleit
og vorum hvergi smeyk
Aaa kannski bara pínulítið!

Svo lokum við oftast og læsum hliðinu til að sleppa örugglega!!

Lag: Linda Adamson (Love To Sing Kids)
Þýðing: Stella Bryndís Helgadóttir, leikskólakennari í leikskólanum Naustatjörn (Akureyri).

Svipaða hugmynd er að finna í hinni þekktu barnabók "We're Going on a Bear Hunt" eftir Michael Rosen og Helen Oxenbury.