Vefsvæðið Börn og tónlist er gert með styrk úr Þróunarsjóði leikskóla. Það er hluti af starfi Heilsuleikskólans Urðarhóls og í umsjá Birte Harksen, en er opið öllum, og allir eru velkomnir til að taka þátt í að byggja vefinn upp og bæta inn skemmtilegu og gagnlegu efni eða bara koma með athugasemdir og viðbætur við það sem er hér fyrir.

Efnið sem hér er má hver sem er afrita, endurnýta og breyta í samræmi við skilmála notkunarleyfisins Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 3.0. Þetta nær þó ekki til efnis sem þegar er undir öðrum höfundarrétti, s.s. söngtexta þriðju aðila, en um það gilda að öðru jöfnu almenn skilyrði höfundarréttarlaga.

Vefurinn notaði áður MediaWiki-kerfið, en byggir nú á IkiWiki.