Ég er stofnandi og ritstjóri þessarar vefsíðu. Hafið samband við mig gegnum netfangið birte.harksen@gmail.com.

Ég er dönsk og menntuð sem grunnskólakennari, en hef starfað í leikskóla síðan ég flutti til Íslands árið 2000. Síðustu ár hef ég sérhæft mig í tónlistarstarfi og starfa á Heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi.

Skólaárið 2006-2007 fékk ég styrk úr Þróunarsjóði leikskóla til þróunarverkefnisins "Breitt og fjölbreytt tónlistarstarf í leikskóla". Meðal afraksturs þess er þessi vefsíða. Skólaárið 2007-2008 fékk ég framhaldsstyrk úr sama sjóði til að halda verkefninu áfram.

Ef þið skylduð hafa velt því fyrir ykkur hver Baldur Kristinsson er, sem oft er nefndur sem (með)höfundur eða þýðandi söngtexta o.fl., þá er það maðurinn minn :). Hann setti líka þessa wiki-síðu upp fyrir mig og forritaði viðbætur við kerfið, og leiðréttir þar að auki íslenskuna mína (sem annars væri full af málfræðivillum!)