Skýjahólsbörnin snertu okkur öll á Degi íslenskrar tungu með fallegum flutningi á laginu "Ég er kominn heim". Síðar um daginn fóru þau ásamt kennaranum sínum upp á Bókasafn Kópavogs og fluttu lagið fyrir heppna bókasafnsgesti. Fyrir þau ykkar sem spila á gítar hef ég sett inn auðveld gítargrip í C-dúr með laginu.

Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að lagið hefur að undanförnu sérstaklega tengst landsliðinu í fótbolta, en það á sér athyglisverða sögu sem m.a. má lesa um hér.

Texti:

  C       Em
Er völlur grær og vetur flýr
  F       A
og vermir sólin grund,
Dm   F   C   Am  
kem ég heim og hitti þig,
   Dm   G   C  - G
verð hjá þér alla stund.

  C       Em
Við byggjum saman bæ í sveit
   F     A
sem brosir móti sól,
Dm    F   C   Am
þar ungu lífi landið mitt,
  Dm   G   C
mun ljá og veita skjól.

 Am        Em
Sól slær silfri á voga,
 F       A
sjáðu jökulinn loga.
 Dm   F      C   Am  
Allt er bjart fyrir okkur tveim
   D7      G  -G7
því ég er kominn heim.

  C     Em
Að ferðalokum finn ég þig
    F       A
sem mér fagnar höndum tveim.
Dm  F   C  -Am
Ég er kominn heim,
Dm    G   C  -G
já, ég er kominn heim.

Lag: Ungverskt óperettulag eftir Emmerich Kálmán
Texti: Jón Sigurðsson

(M.a. á plötunni Óðinn Valdimarsson – Er völlur grær)