Ég er kominn heim

Skýjahólsbörnin snertu okkur öll á Degi íslenskrar tungu með fallegum flutningi á laginu "Ég er kominn heim". Síðar um daginn fóru þau ásamt kennaranum sínum upp á Bókasafn Kópavogs og fluttu lagið fyrir heppna bókasafnsgesti. Fyrir þau ykkar sem spila á gítar hef ég sett inn auðveld gítargrip í C-dúr með laginu.

Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að lagið hefur að undanförnu sérstaklega tengst landsliðinu í fótbolta, en það á sér athyglisverða sögu sem m.a. má lesa um hér.

Ég er kominn heim

Er völlur grær og vetur flýr
og vermir sólin grund,
kem ég heim og hitti þig,
verð hjá þér alla stund.

Við byggjum saman bæ í sveit
sem brosir móti sól,
þar ungu lífi landið mitt,
mun ljá og veita skjól.

Sól slær silfri á voga,
sjáðu jökulinn loga.
Allt er bjart fyrir okkur tveim
því ég er kominn heim.

Að ferðalokum finn ég þig
sem mér fagnar höndum tveim.
Ég er kominn heim,
já, ég er kominn heim.

Lag: Ungverskt óperettulag eftir Emmerich Kálmán
Texti: Jón Sigurðsson

M.a. á plötunni Óðinn Valdimarsson, Er völlur grær - hér á Spotify

Gítargrip eru m.a. hér á síðunni gitarar.is.

Síðast breytt
Síða stofnuð