Þetta einfalda lag eftir Soffíu Vagnsdóttur er alger snilld. Það er alveg frábært að nota með leikskólabörnum á öllum aldri. Það er bráðskemmtilegt, en þar að auki er hægt að nota það til að þjálfa hljóðkerfisvitundina á margan hátt (upphafshljóð, atkvæðafjölda og fleira) eða til að kanna orðaforða og hugtök (eins og t.d. liti eða dýrategundir). Hér fyrir neðan ætla ég að lýsa hvernig það fer fram þegar við notum lagið með 2-3 ára börnum:
![]() |
Eins og sést af myndinni nota ég bútana úr trépúsluspili með mynd úr dýragarði. Ég bjó til "búr" í mismunandi litum úr lituðu kartoni og skrifaði tölustafi í hvert búr (og sýni töluna líka með deplum eins og á teningi). Reglan er sú, að hvert dýr eigi heima í því búri sem hefur viðkomandi fjölda atkvæða, og ég teiknaði líka útlínur dýrsins í búrið til frekari stuðnings.
Eitt barn í einu dregur dýr upp úr flauelspoka og kemur því fyrir á viðeigandi stað. Þegar það er tekið upp syngjum við lagið, og þegar það er komið á sinn stað klöppum við atkvæðafjöldann og segjum nafnið á dýrinu um leið.
Fyrir þá sem kunna ekki lagið er hægt að skoða myndskeiðinu hér fyrir neðan.
![]() |
Ég fór í dýragarð í gær
og gettu hvað ég sá.
Ég fór í dýragarð í gær
og gettu hvað ég sá.
[E.t.v. Hvað sást þú?
Barn: "Ég sá fíl" ]
F-F-F-F
Fílinn þar ég sá!!