Ég er ekki frá því að þakið hafi lyfst í borðsalnum í dag þegar elstu börnin á Urðarhóli voru að syngja "Öxar við ána". Ótrúlega gerðu þau það vel! Þetta lag er í miklu uppáhaldi og við höfum líka æft það mjög vel eins og sjá má á myndskeiðinu. Það er nýtt hjá okkur að tengja tákn og hreyfingar gegnum allt lagið og að hægja á okkur þegar við erum að tengjumst böndum. Okkur finnst það gera mikið fyrir stemninguna og innlifuna.

Öxar_við_ána

Til að börnin skilji textann vel þarf að vinna með hann, ræða innihaldið, útskýra orð og tengja hreyfingar við sönginn. Við ímyndum okkur að við höfum farið snemma á fætur til að hittast við Öxará, takast í hendur og kalla: "Við erum Íslendingar!" Við erum full af stolti og lofum að reyna alltaf að gera það besta fyrir vora þjóð.

Texti

C
Öxar við ána
F G   C
árdags í ljóma
F  C  G7 C   F     G
upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.
C
Skjótum upp fána,
D      G
skært lúðrar hljóma,
D7    Em     C   D   G
skundum á Þingvöll og treystum vor heit.
C
Fram, fram, aldrei að víkja!
F      Dm      G
Fram, fram, bæði menn og fljóð.
C
Tengjumst tryggðaböndum,
F
tökum saman höndum,
C    G   C
stríðum, vinnum vorri þjóð!

Lag: Helgi Helgason
Texti: Steingrímur Thorsteinsson

Unnur með börnunum í listaskála
Unnur-mynd21-1024x585

Uppáhaldslagið hennar Unnar

Það má segja að "Öxar við ána" sé eitt af einkennislögum skólans sem við syngjum oft á hátíðisdögum. Þetta gerum við til heiðurs Unni Stefánsdóttur, stofnanda heilsuleikskólanna, þar sem hún hélt mikið upp á lagið. Við minntumst Unnar með hlýju og söknuði á afmælisdaginn hennar núna nýlega og sungum auðvitað þetta lag.

Frá sumarhátíð Urðarhóls 2012

Á sumarhátíð Urðarhóls árið 2012 hafði foreldrafélagið beðið Skólahljómsveit Kópavogs að vera í fararbroddi skrúðgöngu kringum Rútstún. Það var mikil stemmning og allir skemmtu sér konunglega. Hér fyrir neðan má sjá og heyra hina glæsilegu skólahljómsveit og sjá myndskeið af skrúðgöngunni okkar.