Öxar við ána

Ég er ekki frá því að þakið hafi lyfst í borðsalnum í dag þegar elstu börnin á Urðarhóli voru að syngja "Öxar við ána". Ótrúlega gerðu þau það vel! Þetta lag er í miklu uppáhaldi og við höfum líka æft það mjög vel eins og sjá má á myndskeiðinu. Það er nýtt hjá okkur að tengja tákn og hreyfingar gegnum allt lagið og að hægja á okkur þegar við erum að tengjumst böndum. Okkur finnst það gera mikið fyrir stemninguna og innlifuna.

Til að börnin skilji textann vel þarf að vinna með hann, ræða innihaldið, útskýra orð og tengja hreyfingar við sönginn. Við ímyndum okkur að við höfum farið snemma á fætur til að hittast við Öxará, takast í hendur og kalla: "Við erum Íslendingar!" Við erum full af stolti og lofum að reyna alltaf að gera það besta fyrir vora þjóð.

Öxar við ána

C
Öxar við ána
F G   C
árdags í ljóma
F  C  G7 C   F      G
upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.
C
Skjótum upp fána,
D      G
skært lúðrar hljóma,
D7    Em     C   D     G
skundum á Þingvöll og treystum vor heit.
C
Fram, fram, aldrei að víkja!
F      Dm        G
Fram, fram, bæði menn og fljóð.
C
Tengjumst tryggðaböndum,
F
tökum saman höndum,
C    G    C
stríðum, vinnum vorri þjóð!

Lag: Helgi Helgason
Texti: Steingrímur Thorsteinsson

Frá sumarhátíð Urðarhóls 2012

Á sumarhátíð Urðarhóls árið 2012 hafði foreldrafélagið beðið Skólahljómsveit Kópavogs að vera í fararbroddi skrúðgöngu kringum Rútstún. Það var mikil stemmning og allir skemmtu sér konunglega. Hér fyrir neðan má sjá og heyra hina glæsilegu skólahljómsveit og sjá myndskeið af skrúðgöngunni okkar.

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð