Krúsilíus

Þetta er dæmi um lag sem er verður enn skemmtilegra ef maður gefur sér góðan tíma til að segja söguna á bak við lagið og líka nota dót til að auka innlifun og dýpka skilning. Eins og sjá má á myndinni hef ég verið svo heppin að finna kött sem er mjög skrautlegur og litríkur. Ég bulla sögu um að ég geti lesið á litunum hans hvernig honum líður. Til dæmis verður hann alltaf gulur í framan þegar hann er svangur (sem hann er auðvitað alltaf). Ég segi frá því sem gerist í einu erindi í einu og í framhaldi er það erindi sungið.

Krúsilíus

Kannastu við köttinn minn?
Hann klókur en er besta skinn.
Hann er stærri en hestur 
og stærri en hús.
Já, kötturinn minn heitir krús, krús, krús.
Krúsilíus
Krúsilíus

Hann er gulur og grænn og blár
Galdraköttur í húð og hár.
Og ég veit hvað hann syngur
og víst er það satt
að Krúsilíus, hann á köflóttan hatt.
Krúsilíus
Krúsilíus

Krúsilíus kynlegur er
og klórar oft í tærnar á mér.
Hann vill aldrei fisk
er með væl og pex
og segist bara vilja súkkulaðikex.
Krúsilíus
Krúsilíus

Og ekki nennir hann að elta mýs
Því alla daga vill hann rjómaís.
hann er alltaf að stækka
en enginn það sér 
Því Krúsilíus býr í kollinum á mér.
Krúsilíus
Krúsilíus

Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Árnadóttir.

Lagið á Spotify

Gítargrip

// D G / A7 A7 /
 / D G / A7 A7 /
 / G A7 / G A7 /
 / G A7 / D7 G /
 / A D / A D //

Sjáðu köttinn minn

Auðvelt er að tengja lagið um galdraköttinn Krúsilíus við lagið Hesturinn minn með því einfaldlega að syngja „Sjáðu köttinn minn“ í staðinn.

Síðast breytt
Síða stofnuð