Hérna koma nokkur risa tröll

Í sambandi við þorrablótið höfum við talað mikið um tröll, og börnin á Sjávarhóli hafa búið til tröllagrímur. Þetta lag eftir Soffíu Vagnsdóttur er tilvalið til að lifa sig inn í tröllslega hegðun tröllanna - og svo er auðvitað alltaf skemmtilegt að verða að steini í lokin!

Hérna koma nokkur risa tröll

Hérna koma nokkur risa tröll. Hó! Hó!
Þau öskra svo það bergmálar um fjöll. Hó! Hó!
Þau þramma yfir þúfurnar
svo fljúga burtu dúfurnar,
en bak við ský er sólin hlý í leyni
hún skín á tröll, þá verða þau að steini!

Lag og texti: Soffía Vagnsdóttir

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð