Dukka mín er blá (færeysk barnagæla)

Þessi færeyska barnagæla hefur orðið mjög vinsæl á deildinni hjá okkur, enda er deildarstjórinn, Sverrir Dalsgaard, frá Færeyjum. Þótt færeyska líkist íslensku mikið á prenti þurftu bæði börn og fullorðnir að leggja sig öll fram við að ná framburðinum, sem er töluvert öðruvísi...

Til að hjálpa börnunum að muna og skilja textann gerði ég myndrenning þar sem sjá má framvinduna í laginu. Seinna datt okkur í hug að það væri auðvelt og skemmtilegt nota tákn með tali með laginu, og það höfum við gert síðan (vonandi getum við síðar gert upptöku sem sýnir þetta).

Dukka mín er blá

D            A
Dukka mín er blá,
D                    
hestur mín er svartur,
G            D
ketta mín er grá,
Em   A      D
máni mín er bjartur
Bm     A      D
gyllir hvørja á.

Og ein summardag
fara vit at ferðast,
langa leið avstað,
tá skal dukkan berast,
tá er systir glað.

Lag: Regin Dahl
Texti: Hans Andrias Djurhuus

Þegar við erum búin að syngja lagið á færeysku, syngjum við það venjulega líka á íslensku. Þótt sum rímorðin hverfi við það, er það vel hægt.

Myndskeið

Tekið upp í Heilsuleikskólanum Urðarhóli, júní 2009.

Hér er líka sætt myndskeið af YouTube þar sem framburðurinn heyrist skýrt og greinilega:

Síðast breytt
Síða stofnuð