Bestu lummur í heimi

Mér finnst virkilega gaman að geta loksins kynnt íslensku þýðinguna mína á þessu vinsæla litháíska lagi, en hana gerði ég fyrir meira en 10 árum. Lagið fjallar um dýrin í sveitinni sem taka höndum saman um að gera bestu lummur í heimi. Alveg frábært að vera með góða sögu um hjálpsemi og samvinnu gagnstætt sögunni um Litlu gulu hænuna.

Þegar ég lærði lagið fyrir löngu hjá litháískri starfssystur misskildi ég reyndar aðeins hvers konar uppskeru hænsnin eru að nota. Í þýðingunni minni er það korn en það áttu eiginlega að vera hvítar baunir sem eru þresktar og síðan malaðar í myllunni.

Bestu lummur í heimi

Hanar tveir á hveitiakri
safna korn' og gala.
:,: Hænur tvær í myllu bera
kornið þarf að mala. :,:

Geitapabbi malar kornið
geitamamma flokkar.
:,: Kiðlingurinn sigtar mjölið
niðr'í pokann okkar :,:

Flugan býr til lummudeigið,
mý með vatn á sveimi
:,: Sólin sýður, tunglið steikir
Bestu lummur í heimi! :,:

Lag: Du Gaideliai (Litháen)
Þýðing: Birte Harksen og Baldur A. Kristinsson

Myndskeið

Skjöl

Ef þið viljið nota lagið er hægt að prenta út pdf-skjal með því hér og einnig hlaða niður m4a-skrá þar sem ég er að syngja lagið með undirspili:

Tunglið sér um að steikja lummurnar.

Börnin eru að mála hveitiakurinn.

Dansinn

Laginu fylgja danshreyfingar sem er mjög einfaldar og skemmtilegar. Á síðunni Dans frá Litháen má sjá tvö myndskeið af dansinum. Annað er nýtt og tekið upp í tengslum við hænuþema á deildinni en hitt er frá 2008 þegar við vorum að læra dansinn fyrst. Á síðunni Du gaideliai (Litháen) má svo finna litháíska textann.

Það hefðu átt að vera baunir í staðinn.

Síðast breytt
Síða stofnuð