Krummi krunkar úti

Ein leið til að gefa þessu sígilda lagi smá aukainnihald fyrir litlu börnin er að láta tvö börn fá fuglagrímur og láta þau leika hlutverk krummanna tveggja, sem fljúga um og krunka. Stundum tek ég líka hrútshorn og gæruskinn með og leik smá leikrit með öðrum leikskólakennara.

Kallar á nafna sinn...

Krummi krunkar úti

D
Krummi krunkar úti,
Em    A7  D
kallar á nafna sinn:
 D
"Ég fann höfuð af hrúti
Em     A7  D
hrygg og gæruskinn.
 D
::Komdu nú og kroppaðu með mér,
A7        D
krummi nafni minn".::

Lag: Þjóðvísa
Texti: Jón Ásgeirsson, 1928

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð