Sunna sjóræningi

"Skip ohoj! Allir um borð". Við förum á kreik í sjóræningjaleik og höfum ótrúlega gaman! Þar er fjársjóðskísta með gulli og perlum, hákarlar sem hringsóla um skipið, hauskúpa og bein og gíraffi sem getur gert sig ósýnilegan.

Ég varð svo glöð þegar mér tókst loksins að gera íslenskan texta við þetta lag úr æsku minni og börnin voru svo fljót að læra það. Nú leikum við okkur á fullu bæði úti og inni og fögnum vorinu og sólinni. "Og við erum aldrei smeyk í sjóræningjaleik, saman við förum á kreik. Það er gaman í okkar leik!".

Sunna sjóræningi

Ég heiti Sunna 
sjóræningi.
Vinur minn hann heitir Gíraffi.
Hoppað' um borð,
Já, komdu nú með
Við förum í fjársjóðsleit.
Á sjónum við siglum
í regni og sól.
Ef stormurinn kemur
við leitum í skjól.

Og lestin er full
af perlum og gulli
Gíraffi kallar „Ohoj!
Nú siglum við! Skip ohoj!“

Siglum um höfin,
hring eftir hring.
Hákarlar synda hér allt í kring. 
Á fánanum okkar  
er hauskúpa' og bein 
Við siglum um allan heim.
Til eyju við komum  
og förum í land
og finnum svo fjársjóðinn
grafinn í sand.

Og við erum aldrei smeyk
í sjóræningjaleik
Saman við förum á kreik
Það er gaman í okkar leik!

Lag: "Sally Sørøver", Niels Jørgen Steen
Íslenskur texti: Birte Harksen

Hér er lagið til útprentunar með gítargripum. Notið gítarklemmu til að hækka það upp í tóntegund sem hentar ykkur, t.d. 3. þverband.

Myndskeið með laginu

Sally Sørøver

Sem barn elskaði ég þetta lag ásamt fleiri lögum úr þættunum um Sally Sørøver og vin hennar Frede. Í danska textanum er línan "Lasten er fuld af perler og guld" og ég vildi endilega halda henni í þýðingunni, en þar sem orðið "lest" er tvírætt á íslensku þarf aðeins að útskýra fyrir börnunum að lestin er ekki farartæki hérna heldur geymsla í skipinu. Annars er textinn mín ekki bein þýðinng þar sem mig langaði að leggja meiri áherslu á gíraffann út af gíraffaþemanu okkar og líka að beina athygli að því að lagið fjallar um börn í sjóræningjaleik og ekki alvöru sjóræningja.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af YouTube með fyrsta þættinum úr barnasjónvarpinu þar sem þau Sally og Frede kynnast. Lagið sem ég íslenskaði má heyra á 7. mínútu.

Gíraffaþema á deildinni

Hér má sjá tvær myndir frá því þegar elstu börnin okkar máluðu stóran gíraffa sem er jafn hár og nýfæddur gíraffakálfur. Þau teiknuðu öll gíraffamynd á glæru og síðan kusu þau um hvaða gíraffa ætti að stækka up með myndvarpa. Þetta var skemmtileg vinna og gaman að sjá hann lifna við.

Síðast breytt
Síða stofnuð