Mýsla Tísla Tásla Túsla

Þetta lag er svo skemmtilegt og glaðlegt og hefur verið sungið mikið á síðustu mánuðum þar sem við höfum verið með músaþema á deildinni. Það eftirminnilegasta við þetta þema hefur án efa verið að búa til risastóran ost úr pappakössum. Hann stendur úti á miðju gólfi hjá okkur á deildinni og býður upp á ótal leiki, bæði rólega og svo með aðeins meiri látum (þegar kettir eru að elta mýs). Neðst á síðunni má sjá myndir af ferlinu.

Laglínan við þennan texta heitir "Þegar barnið í föt sín fer" og má finna í útgáfu án söngs á diskunum "Sönglögin í leikskólanum" frá 1996. Ég hef ekki upplýsingar um það hvenær textinn um Mýslu Tíslu varð til eða hver höfundurinn er. Það væri gaman ef einhver hefur upplýsingar um það :)

Gaman að vera inni í ostinum

Músaleikur á myndvarpa

Mýsla Tísla Tásla Túsla

Ég er (D) mús eins og (G) allir (D) sjá,
lík er (D) pabba og mömmu (G) sem ég (D) á,
ostur er (A) besta sem ég veit, 
enda (D) er ég soldið feit,
svona (A) er að vera mús, 
og kunna (D) ekki að drekka úr krús,
en mig (D) langar svo (G) oft í (D) djús.

Ég heiti (D) Mýsla Tísla Tásla (A) Túsla, 
Mýsla Tísla Tásla (D) Túsla,
Mýsla Tísla Tásla (A) Túsla.
Þetta heiti (D) ég.

Lag: "Þegar barnið í föt sín fer"
Texti: Höf. óþekktur

Tvíburamýs

Osturinn verður til

Hér eru nokkrar svipmyndir frá ferlinu þegar við bjuggum til risaostinn. Það var sérstaklega gaman þegar elstu börnin fóru að sækja kassana og báru þá heim í leikskólann þrátt fyrir smá golu sem reif í þá. Það voru farnar þrjár ferðir sem gáfu færi á bæði ímyndunarleik og rannsakandi pælingum.

Börnin fóru að sækja kassana heim til kennarans

Risastórir kassarnir voru málaðir

Elstu börnin notuðu ruslatunnur til að teikna götin

Það fór að líkjast osti um leið og götin voru klippt út

Leikur hófst um leið og osturinn var settur saman

Síðast breytt
Síða stofnuð