Kóngulóin spinnur

Það eru margir möguleikar í því að vinna með kóngulóarþema með börnunum. Börnin hér á myndinni hafa búið til risastóran kóngulóarvef úr garni sem þau svo léku sér í. Einn kennari á Urðarhóli þýddi enska lagið "The Crawling Spider" yfir á íslensku, þar sem aðalspennan er að öskra í lokin og hlaupa burt!

Kóngulóin spinnur

Sjá þig vefa allt í kring,
þvers og kruss, hring eftir hring,
vefur loksins lím í snúð –
ég fæ bara gæsahúð!
Spinnur, spinnur endalaust,
vinnur alveg fram á haust.
Flugur festast, allt er kjurt –
ég verð nú að hlaupa burt.

Æ nei, ekki meir!  x 3
Ég verð að hlaupa burt!

Aaaaaaaghh!

Lag: "The crawling spider"
Þýð.: Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir (Imma)

Myndskeið

Í fyrra myndskeiðinu hér að neðan erum við inni og höfum gert stóran kóngulóarvef á gólfið með málningarlímbandi. Vefinn er hægt að nota í alls konar hreyfileiki. Hér sést einn þeirra, þar sem eitt barnanna var kóngulóin í miðjunni.

Hér í síðara myndskeiðinu eru tvær stelpur að leika sér úti í stóra kóngulóarvefnum. Þær syngja lagið :o)

Síðast breytt
Síða stofnuð