Náðu í skottið

Þetta er eitt það langskemmtilegasta sem ég hef gert á þessu skólaári og börnin hafa líka greinilega gaman af. Leikurinn er hressandi og lagið slær strax í gegn svo að þátttakan verður mikil. Að veiða hala eða skott er gamall hreyfileikur sem hér er settur inn í tónlistaramma. Ég varð svo hrifin þegar ég sá þetta á danskri vefsíðu að ég ákvað strax að snara leiknum yfir á íslensku.

Lagið er í Kalypsó og ritminn kemur skýrt fram þegar við syngjum "Dilla bossa" og "Náðu' í skottið". Til að láta börnin fá ennþá betri tilfinningu fyrir Kalýpso-ritmanum getur kennarinn spilað hann með tónstöfum eða álíka áslátturshljóðfæri á meðan sungið er.

Náðu' í skottið

Dilla bossa, dilla bossa
Dilla bossa, dilla bossa

Komdu' að ná í skottið mitt
Annars veiði ég bara þitt!
Ég ætla að ná í þig
Reyndu núna að forðast mig!

1-2-3-4

Náðu' í skottið, náðu' í skottið!
Náðu' í skottið, náðu' í skottið!

Jagga-dagga-dagga-dagga-dagg! HEY!
Jagga-dagga-dagga-dagga-dagg! HEY!

Lag og útfærsla: Annelise Fuglsbjerg og Anders Bo Pedersen (Haleleg)
Íslenskur texti: Birte Harksen

Textinn á PDF-sniði

Myndskeið

Það er upplagt að láta börnin í kring taka þátt með því að gera hreyfingar á meðan við syngjum, t.d. lyfta upp krepptum hnefa þegar við syngjum "Komdu og náðu í", veiða með höndunum þegar við syngjum "annars veiði ég bara þig", og setja hendurnar upp í höfnunarhreyfingu þegar sungið er "Reyndu bara að forðast mig.

Kalypsókennsla

Hér má sjá einfalt og skýrt kennslumyndband um kalypsóritma á Djembe-trommu: https://www.youtube.com/watch?v=oeA8iRLS9M4

Síðast breytt
Síða stofnuð