Leynibox

Leyniboxið lumar alltaf á einhverju sem tengist því sem við ætlum að fara að gera eða syngja í samverustund. Fyrst syngjum við lagið og svo fá börnin að giska hvað það er. Eftir hverja ágiskun hjálpar maður til með því að gefa vísbendingar.

Hér er falinn fengur í

Við laglínuna: "Twinkle, twinkle little star":

Hér er falinn fengur í,
finnur einhver lausn á því?
Allt eins víst þig undra má,
hvað hér on'í er að sjá.
Hér er falinn fengur í,
finnur einhver lausn á því?

Texti: Ester Ingvarsdóttir, fyrrverandi starfsmaður á Urðarhóli.

Síðast breytt
Síða stofnuð