Frú Könguló

Þetta lag sló strax í gegn bæði hjá yngri og eldri börnum. Það er hægt að leika við það á marga mismunandi vegu allt eftir aldri barnanna, stærð hópsins og aðstæðum hverju sinni. Neðar á síðunni eru lýsingar á mismunandi leikjum. Auðvelt er að læra lagið og börnin geta tekið þátt strax eftir fyrstu yfirferð. Laglínan er: "For he's a jolly good fellow". Sjá myndskeið neðst á síðunni.

Frú Könguló

C                F
Um vef sinn labbar Frú Könguló. 
G                C
Um vef sinn labbar Frú Könguló. 
C                F
Um vef sinn labbar Frú Könguló.
G              C 
Hún ætlar að ná sér í flugu.

C
Fyrst nær hún sér í eina!
C
Svo nær hún sér í tvær!

  (upp að þeim fjölda sem 
   börnin hafa ákveðið)

C                F
Svo labbar Frú Könguló aftur heim.
G                C
Svo labbar Frú Könguló aftur heim.
C                F
Svo labbar Frú Könguló aftur heim.
G           C
Og sefur í alla nótt!

Lag: Breskt þjóðlag: "The Bear went over the Mountain"
Texti: ”The spider went over the spider web” eftir Abigail F. Conners.
Þýð.: Birte Harksen

Leikur með tónstafi (eða bara slegið á lær)

Ef tónstafir eru notaðir er það skemmtileg taktæfing að reyna að fylgjast að þegar Frú Könguló gengur um vefinn sinn, og að hlusta af athygli svo að allir veiði flugurnar samtímis. Börnin sitja á gólfinu með tvo tónstafi í höndunum. Meðan frú Könguló er að labba slá börnin tónstöfunum í gólfið í takti við lagið. Þegar Frú Könguló nær sér í flugur slá þau tónstöfunum saman í axlahæð og snúa þeim svo saman í hring um hvor annan til að gefa til kynna að köngulóin vefji silkinu um fluguna. Í síðustu línu leggja þau stafina á gólfið, leggja hendurnar saman við aðra kinnina og hrjóta hástöfum. Jafnvel tveggja ára börn geta tekið þátt í þessu. Sjá myndskeið neðst á síðunni.

Leikur með köngulóarvef

Á myndinni hér að ofan höfum við strekkt köngulóarvef milli barnanna og Frú Könguló er handbrúða sem leitar að flugum. Tveimur eða þremur plastflugum er komið fyrir á einhverjum barnanna (fótum, höfði, höndum, öxlum). Þeir fullorðnu ganga um með handbrúðuna og leita. (Það er betra að það séu þeir fullorðnu þar sem þeir geta betur metið hversu nálægt köngulóin má koma hverju barni).

Leikur með hreyfingu

Á gólfið í sal má gera köngulóarvef með málningarlímbandi. Börnin eru flugur sem fljúga um salinn og suða lágt án þess að snerta strikin (vefinn). Eitt barnanna er Frú Könguló og gengur taktföst um á strikunum. Allar flugurnar syngja lagið. Eftir fyrstu fjórar línurnar velja flugurnar hver sinn stað í köngulóarvefnum þar sem þær "límast fastar". Þær suða hátt og eru hræddar. Köngulóin velur eina af flugunum sem þá verður hluti af henni: "flugan" tekur um axlirnar á köngulónni og fylgir henni að næsta fórnarlambi. Köngulóin er nú orðin stór og feit (þrjú börn saman) og fer heim til að sofa alla nóttina meðan lagið er sungið. Hinar flugurnar sleppa og fljúga aftur um salinn.

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð