Du gaideliai (Litháen)

Ég verð alltaf svo glöð þegar við syngjum erlend lög í leikskólanum, og það er sérstaklega gaman þegar það er á moðurmáli barns eða starfsfólks skólans. Þetta litháska lag er alveg í uppáhaldi okkar í augnablikinu enda erum við hrifin af öllu sem tengist hænum en lagið fjallar einmitt um hænur og hana og önnur dýr í sveitinni sem hjálpast að við að baka.

Börnin voru svo fljót að læra að syngja lagið, og voru raulandi úti um allt. Það kæmi mér ekki óvart ef sumir foreldrar hafi furðað sig heima, því að hvernig ætti maður að vita það að barnið manns væri í alvöru að syngja fullkominlega skiljanleg orð á litháísku :)

Bókin um lagið vakti mikla lukku og hjálpaði okkur til að skilja hvað er að gerast í því. Við notuðum hana líka í Leik að bókum þar sem börnin völdu sér hlutverk og léku söguna saman. Bókin var þar að auki með innbyggða upptöku af laginu sem hægt var að spila með því að ýta á takka á hverri síðu og þannig gátu allir lært réttan framburð.

Du gaideliai

Du gaideliai, du gaideliai 
baltus žirnius kūlė, 
dvi vištelės, dvi vištelės 
į malūną vežė.

Ožys malė, ožys malė, 
ožka pikliavojo, 
o ši trečia ožkytėlė 
miltus nusijojo.

Musė maišė, musė maišė, 
uodas vandens nešė, 
saulė virė, saulė virė, 
mėnesėlis kepė.

Kiðlingurinn sigtar mjölið

Fluga og mý að búa til deigið

Íslensk þýðing á laginu

Börnin vita hvað lagið fjallar um því að við höfum bæði lesið bókina og leikið söguna, en fyrir ykkur hin læt ég íslensku þýðinguna mína fljóta hér með. Skoðið líka myndskeiðið með laginu í íslensku útgáfunni með því að smella hér.

Þegar ég lærði lagið fyrir löngu hjá litháískri starfssystur misskildi ég reyndar aðeins hvers konar uppskeru hænsnin eru að nota. Í þýðingunni minni er það korn en það áttu eiginlega að vera hvítar baunir sem eru þresktar og síðan malaðar í myllunni. Ég áttaði mér ekki á því fyrr en ég sá myndirnar í bókinni.

Hanar tveir á hveitiakri 
safna korn' og gala. 
Hænur tvær í myllu bera
kornið þarf að mala.

Geitapabbi malar kornið, 
geitamamma flokkar. 
Kiðlingurinn sigtar mjölið,
nið'rí pokann okkar.

Flugan býr til lummudeigið,
mý með vatn á sveimi. 
Sólin sýður, tunglið steikir
bestu lummur í heimi.

Þýð.: Birte Harksen og Baldur A. Kristinsson

Dansinn

Laginu fylgja danshreyfingar sem er mjög einfaldar og skemmtilegar. Hér má sjá tvö myndskeið af dansinum. Annað er nýtt og tekið upp í tengslum við hænuþema á deildinni en hitt er frá 2008 þegar við vorum að læra dansinn fyrst.

Síðast breytt
Síða stofnuð