Gústav kynnir sér heimstónlist

Bókin The Lost Music gefur einstakt tækifæri til þess að kynna tónlist víðs vegar að úr heiminum fyrir leikskólabörnunum. Bókin fjallar um moldvörpuna Gústav sem fer í heimsreisu með börnum sínum til þess að kynnast tónlist og hljóðfærum frá Frakklandi, Ítalíu, Ungverjalandi, Afríku (Kenýa), Indlandi, Kína, Japan, Balí í Indónesíu, Ástralíu, Hawaii, Suðurameríku, New Orleans og Skotlandi.

Gústav kynnir sér heimstónlist

Gústav fer til Indlands

Ég hef lagt mikla vinnu í að finna dæmi um tónlist sem pössuðu við bókina og við hvert land fyrir sig. Þeim sem hafa áhuga á að reyna svipaða þemavinnu í sínum leikskóla (t.d. í sambandi við alþjóðaviku) er velkomið að hafa samband við mig til að fá dæmin lánuð. Bókin á Amazon

Í bókinni er forsaga þar sem börn Gústavs missa áhugann á því að leika á hljóðfæri og Gústav ákveður að fara í heimsreisu til að enduvekja hann. Ég ákvað að sleppa þessari forsögu, og segi í staðinn börnunum einfaldlega að börn Gústavs hafi viljað læra meira um tónlist alls staðar að úr heiminum.

Myndskeiðið hér að neðan er tekið upp í eins konar upprifjunarsamverustund í lok þemavinnunnar í kringum bókina. Við höfðum tekið 3-4 lönd í einu í nokkrum samverustundum á undan, töluðum um hljóðfærin, löndin og dýrin, og dönsuðum við tónlistina frá viðkomandi löndum.

Neðst á síðunni má sjá lista yfir hljóðfæri sem talað er um í bókinni og hvaðan þau koma.

Myndskeið

Lönd, hljóðfæri, tónlistargerðir

 • Frakkland: Harmonikkutónlist

 • Feneyjar: O sole mio (Moldvörpumúsik)

 • Búdapest: Sígaunatónlist: Cimbalom (liggjandi kubbsleg strengjahljóðfæri), Köcsögduda (viðnámstromma)

 • Kenya: trommur, reyrflauta, marimba, graskerslútar.

 • Indland: belgflauta (kóbra), langúr-tromma. Sítar. Tabla-trommur, tanpura (strengjahljóðf.)

 • Kína: P'i-p'a: fjórstrengja perulaga lúta. Ch'in: sjö strenjga sítar. Kao-hu: tveggja strengja hljóðfæri, líkir eftir fuglahljóðum.

 • Japan: tunglgítar, Koto (þjóðarhljóðfæri Japans, Sítar með þrettán strengjum), Takebue (bambusflauta).

 • Balí (Indónesía): Bedhug (tromma), Rebab (bogalúta), Gong Ageng (bjöllur á statífi). Kethipung tromma. Gambang tréásláttarhljóðf. Bonang barung, Saron Panerus: ásláttarhljóðfæri.

 • Ástralía: Ubar (holur trédrumbur), Didgeridoo, samsláttur spýtna.

 • Hawaii: Puniu (lítil tromma), Pahu (stór tromma). Ukeke (stór strengjamunnharpa). Nafa (e-k tromma).

 • Suður-Ameríka: Charango (tíu strengja lítill gítar). Bombo (tromma), Quena (reyrfluta). Zamponas (panflautur).

 • New Orleans: Jazzútgáfa: básúna, saxafónn, banjó, trommur.

 • Skotland: sekkjapípur.

Síðast breytt
Síða stofnuð