Kjúlli-Snúlli

Sagan af Kjúlla-Snúlla (eða Unga litla) er hér í eins konar rappútgáfu þar sem öll samtöl milli dýranna fara fram í rapplegum riþma, sem börnin geta fljótt tekið þátt í.

Kjúlli-Snúlli

Einu sinni var lítill kjúklingur sem hét Kjúlli-Snúlli. Honum þótti gaman að fara í gönguferð í skóginum. En einn daginn þegar hann var þar að skoða sig um, datt hneta úr einu trénu og fór beint í kollinn á honum.

Hann var svo skelkaður, að hann hljóp beint heim til mömmu sinnar og hrópaði:

“Ó, Hæna-Væna, skógurinn hrynur!”
“Hvernig veistu það, litli Kjúlli Snúlli?”
“Ó! Það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!
Já, það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!”
“Ó, hjálpi mér! Við skulum hlaupa burt!”

Og þau hlupu og hlupu eins og fætur toguðu: Kjúlli-Snúlli, einn, Hæna-Væna, tvö, En vitið þið hvað gerðist svo...?"

Þau hittu Hana-Vana!

“Ó, Hani-Vani! Skógurinn hrynur!”
“Hvernig veistu það, Hæna-Væna?”
“Það sagði litli Kjúlli-Snúlli!”
“Hvernig veistu það, litli Kjúlli Snúlli?”
“Ó! Það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!
Já, það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!”
“Ó, hjálpi mér! Við skulum hlaupa burt!”.

Og þau hlupu og hlupu eins og fætur toguðu: Kjúlli-Snúlli, einn, Hæna-Væna, tvö, Hani-Vani þrjú. En vitið þið hvað gerðist svo...?

Þau hittu Önd-Rönd!

“Ó, Önd-Rönd! Skógurinn hrynur!”
“Hvernig veistu það, Hani-Vani?”
”Það sagði Hæna-Væna”.
“Hvernig veistu það, Hæna-Væna?”
“Það sagði litli Kjúlli-Snúlli!”
“Hvernig veistu það, litli Kjúlli Snúlli?”
“Ó! Það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!
Já, það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!”
“Ó, hjálpi mér! Við skulum hlaupa burt!”.

Og þau hlupu og hlupu eins og fætur toguðu: Kjúlli-Snúlli, einn, Hæna-Væna, tvö, Hani-Vani þrjú, Önd-Rönd fjögur. En vitið þið hvað gerðist svo...?

Þau hittu Gæs-Næs!

“Ó, Gæs-Næs! Skógurinn hrynur!”
“Hvernig veistu það, Önd-Rönd?”
”Það sagði Hani-Vani.”
“Hvernig veistu það, Hani-Vani?”
”Það sagði Hæna-Væna”.
“Hvernig veistu það, Hæna-Væna?”
“Það sagði litli Kjúlli-Snúlli!”
“Hvernig veistu það, litli Kjúlli Snúlli?”
“Ó! Það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!
Já, það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!”
“Ó, hjálpi mér! Við skulum hlaupa burt!”.

Og þau hlupu og hlupu eins og fætur toguðu: Kjúlli-Snúlli, einn, Hæna-Væna, tvö, Hani-Vani þrjú, Önd-Rönd fjögur, Gæs-Næs fimm. En vitið þið hvað gerðist svo...?

Þau hittu Stegg-Legg!

“Ó, Steggur-Leggur! Skógurinn hrynur!”
“Hvernig veistu það, Gæs-Næs?”
”Það sagði Önd-Rönd.”
“Hvernig veistu það, Önd-Rönd?”
”Það sagði Hani-Vani.”
“Hvernig veistu það, Hani-Vani?”
”Það sagði Hæna-Væna”.
“Hvernig veistu það, Hæna-Væna?”
“Það sagði litli Kjúlli-Snúlli!”
“Hvernig veistu það, litli Kjúlli Snúlli?”
“Ó! Það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!
Já, það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!”
“Ó, hjálpi mér! Við skulum hlaupa burt!”.

Og þau hlupu og hlupu eins og fætur toguðu: Kjúlli-Snúlli, einn, Hæna-Væna, tvö, Hani-Vani þrjú, Önd-Rönd fjögur, Gæs-Næs fimm, Steggur-Leggur sex. En vitið þið hvað gerðist svo...?

Þau hittu refinn.
“Góða kvöldið! Hvert eruð þið að hlaupa?” spurði refurinn.

“Æ, Rebbi-Stebbi. Skógurinn hrynur!” sagði steggurinn.
“Hvernig veistu það, Steggur-Leggur?”
”Það sagði Gæs-Næs.”
“Hvernig veistu það, Gæs-Næs?”
”Það sagði Önd-Rönd.”
“Hvernig veistu það, Önd-Rönd?”
”Það sagði Hani-Vani.”
“Hvernig veistu það, Hani-Vani?”
”Það sagði Hæna-Væna”.
“Hvernig veistu það, Hæna-Væna?”
“Það sagði litli Kjúlli-Snúlli!”
“Hvernig veistu það, litli Kjúlli Snúlli?”
“Ó! Það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!
Já, það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!”
“Ó, hjálpi mér! Við skulum hlaupa burt!”.

Og þau hlupu og hlupu eins og fætur toguðu: Kjúlli-Snúlli, einn, Hæna-Væna, tvö, Hani-Vani þrjú, Önd-Rönd fjögur, Gæs-Næs fimm, Steggur-Leggur sex, Rebbi-Stebbi sjö. En vitið þið hvað gerðist svo...?

En allt í einu stoppaði refurinn skyndilega og hrópaði:

“Stans! Ég verð að telja ykkur!
Steggur-Leggur einn, Gæs-Næs tvö, Önd-Rönd þrjú, Hani-Vani fjögur, Hæna-Væna fimm og Kjúlli-Snúlli sex.
En nú ert þú vist orðinn þreyttur,
svo ég skal beri þig!”

Og svo greip hann Kjúlla-Snúlla, beit hann á barkann og henti honum upp á bakið á sér. Svo hlupu allir áfram.

Eftir smástund stoppaði refurinn aftur og hrópaði:

“Stans! Ég verð að telja ykkur!
Steggur-Leggur einn, Gæs-Næs tvö, Önd-Rönd þrjú, Hani-Vani fjögur, Hæna-Væna fimm.
En nú ert þú víst orðin þreytt,
svo ég skal bera þig!”

Og svo greip hann Hænu-Vænu, drap hana og kastaði upp á bakið á sér. Svo hlupu þau áfram.

Þannig stansaði refurinn nokkrum sinnum til að telja fuglana, og drap alltaf einn og henti upp á bakið á sér, þar til hann var búinn að drepa þá alla.

Refurinn var nú mjög ánægður. Hann hljóp sem leið lá niður í grenið sitt þar sem sjö svangir yrðlingar biðu eftir honum. “Verði ykkur að góðu, börnin mín,” sagði refurinn við þau um leið og hann lagði frá sér byrði sína.

Síðast breytt
Síða stofnuð