Púff töfradreki

Töfradrekinn Púff hefur verið góður vinur okkur á Urðarhóli í mörg ár. Við tengjum oft lagið við útskriftarbörnin af því að það fjallar einmitt um það að stækka og þroskast og kveðja bernsku sína. Einn daginn verðum við orðin fullorðinn og gleymum kannski alveg að leika okkur og nota ímyndunaraflið og fara í ævintýraleit. Vonandi sjáum við samt vin okkar Púff í mörg ár í viðbót áður en hann hverfur!

Til að auka innlifun barnanna nota ég eins og oft áður ýmiss konar dót til segja og leika söguna fyrir þau áður en þau læra að syngja lagið. Þar fyrir utan er það orðin ómissandi hefð hjá okkur að Imma kemur og flytur fyrir okkur bókina Puff the Magic Dragon sem byggir á laginu.

Sagan af Pétri, Púff og Pálínu

Ég segi þeim frá stráknum Pétri sem finnur töfraegg í fjörunni og úr egginu kemur lítill töfradreki sem Pétur skírir Púff eftir hljóðinu sem heyrist þegar litli drekinn reynir að læra að spúa eldi. Þeir verða bestu vinir. Leika sé alla daga og nota ímyndaflið til að lenda í alls konar ævintýrum og skemmtilegum leikjum.

En Pétur eldist og einn daginn er hann orðinn fullorðinn. Hann heldur að Púff sé horfinn, en við vitum að að það er ekki satt. Pétur getur ekki lengur séð Púff af því að hann er hættur að leika sér og nota ímyndunaraflið!

Púff er leiður og einmana en sem betur fer kemur einn daginn lítil stelpa sem heitir Pálína (og er dóttir hans Péturs). Hún rekst á Púff í hellinum og sér að hann er ekki stór steinn heldur töfradreki. Pálína og Púff byrja strax að leika sér saman og verða bestu vinir.

Töfradrekinn Púff

Púff, minn töfradreki
saman förum við
í bátsferð niðri í fjöru
og í ævintýraleit
Kóngar og sjóræningjar
allir heilsa þér.
Þú flýgur yfir sjó og land og
ferð í fjársjóðsleit með mér.

Púff, minn töfradreki
saman förum við
í bátsferð niðri í fjöru
og í ævintýraleit
Þér finnst best að leika
Ég er vinur þinn!
Enn elsku Púff einn daginn
verð ég orðinn fullorðinn
- og svo hverfur þú, vinur minn!

Lag:" Puff, The Magic Dragon" (Peter, Paul and Mary).
Texti: Birte Harksen, 2015

Lagið með gítargripum
Lagið með úkúlelegripum

Til er þýðing textans yfir á íslensku undir heitinu "Breki, töfradreki", en ég frétti ekki af honum fyrr en ég var búin að gera mína eigin þýðingu, sem ég sneið eftir myndunum í bókinni.

Myndskeið

Drekamyndir

Þú flýgur yfir sjó og land og ferð í fjársjóðsleit með mér.

, Þér finnst best að leika. Ég er vinur þinn!

En elsku Púff, einn daginn verð ég orðin fullorðin...

Síðast breytt
Síða stofnuð