Unser kleiner Bär im Zoo

Mikið rosalega er ég stolt af börnunum á deildinni sem syngja hérna hástöfum lag á þýsku um sofandi björn í dýragarðinum. Okkur langaði einmitt að læra lag á þýsku þar sem stelpa á deildinni á þýskan pabba. Í tengslum við bjarnaþema í vetur benti fjölskylda hennar mér á þetta skemmtilega lag sem auðvelt er að tengja við hreyfingu og dans enda varð það strax rosa vinsælt hjá okkur. Þetta lag minnir á Bangsi lúrir en lagið og leikurinn er aðeins öðruvísi eins og sjá má.

Myndskeið

Ég er mjög ánægð með myndskeiðið sem sýnir bæði söngstund inni á stofu þar sem maður heyrir og sér hvað börnin kunna lagið vel og líka þegar við syngjum og leikum það inni í matsal. Hið síðarnefnda varð fljótt uppáhaldsleið okkar til að njóta lagsins. Það eina sem ég er ekki alveg ánægð með er að á einum stað syng ég alltaf vitlausa beygingu á þýskunni en vonandi verður mér fyrirgefið fyrir það :)

Unser kleiner Bär im Zoo

Unser kleiner Bär im Zoo 
der schläft ganz tief und fest
Schnarcht mal laut, mal leise, 
nach der Bärenweise
Doch wenn unser Bär erwacht, 
dann schaut mal was er macht

Er hüpft, er hüpft, er hüpft, er hüpft, 
er hüpft den ganzen Tag
Er hüpft, er hüpft, er hüpft, 
er hüpft, er hüpft den ganzen Tag

Unser kleiner Bär im Zoo...

Er stampft, er stampft, er stampft, er stampft, 
er stampft den ganzen Tag
Er stampft, er stampft, er stampft, er stampft, 
er stampft, den ganzen Tag

Unser kleiner Bär im Zoo...

Er tanzt, er tanzt, er tanzt, er tanzt,
er tanzt den ganzen Tag
Er tanzt, er tanzt, er tanzt, er tanzt,
er tanzt den ganzen Tag*

Lagið með gítargripum

Smellið hér til að sækja PDF til útprentunar.

Bjarnasjálfsmyndir

Börnin lærðu að það eru til átta mismunandi bjarnartegundir: brúnbjörn, svartbjörn, ísbjörn, pandabjörn, letibjörn, gleraugnabjörn, sólbjörn og tunglbjörn. Þau völdu sér síðan uppáhaldsbjörn og gerðu skemmtilegar bjarnasjálfsmyndir í listaskála hjá Immu. Hér eru nokkur dæmi:

Þýskt myndskeið af YouTube

Þetta er myndskeiðið sem við lærðum lagið af upphaflega. Eins og sést er leikurinn hérna öðruvísi og minnir á Bangsi lúrir.

Síðast breytt
Síða stofnuð