Jöklaborg syngur á bosnísku

Jöklaborg, Breiðholti

Það var mér mikið gleðiefni að vera boðið í heimsókn í leikskólann Jöklaborg í Breiðholti til að heyra börnin syngja á bosnísku og taka upp myndskeiðið sem sést hér að neðan. Þetta var flottur krakkahópur og þau sungu fyrir mig tvö lög: "Meistari Jakob" og "Kalli litli könguló", en á bosnísku heita þessu lög "Bratec Martin" og "Imše mimše pauk". það voru þær Þórdís Ósk Helgadóttir og Azra Hadziredzepovic Mahmic sem höfðu verið að æfa börnin en Azra er einmitt frá Bosníu. Ég þakka kærlega fyrir mig! Gaman væri að heyra líka frá fleiri leikskólum þar sem börnin hafa lært að syngja eitthvað á útlensku.

Bratec Martin

Bratec Martin
Bratec Martin
Spavaš li
Spavaš li
Zvonila su zvona
Zvonila su zvona
Ding Ding Dong
Ding Ding Dong

Imše mimše pauk

Imše mimše pauk
Penje se uz zid
Jedna kiša pala
Sprala ga je sada
Sunce se diže
Suši kapi kiše
Imše mimše pauk
Penje se uz zid

Birte Harksen tók upp í leikskólanum Jöklaborg þann 30. mars 2012.

Síðast breytt
Síða stofnuð