Mahalo

Fífuborg, Grafarvogi

Þetta framandi orð "Mahalo" er frá Hawaii og þýðir þakkir. Ég lærði orðið og lagið þegar ég kom í heimsókn í leikskólann Fífuborg í Grafavogi um daginn og fékk að vera með í yndislegri söngstund með börnum og kennurum. Eftir söngstundina gerðum við lítið myndskeið þar sem elstu börnin í leikskólanum sungu lagið.

Það má nefna að "mahalo" hefur fleiri merkingar en þakkir, því að það merkir líka aðdáun, hrós og virðingu. Þetta er auðvitað allt samtengt og mikilvæg gildi í okkar starfi með börnunum.

Lagið er þýtt af Elvu Dögg Pedersen ásamt syni hennar Alexander sem þá var fimm ára. Þau bjuggu um tíma í Bandaríkjunum og kynntust laginu þar í gegnum Laurie Berkner. Elva Dögg er dóttir Sæunnar Elfu Pedersen leikskólastjóra á Fífuborg.

Í leikskólanum Fífuborg í Grafavogi er meðal annars unnið með Vináttu-verkefnið frá Barnaheill. Okkur finnst að Mahalo passi mjög vel við það vegna þess að hugmyndin um þakklæti fellur vel að grunngildum Vináttu. Í vikulegri vinastund sem öll börnin á Fífuborg taka þátt í er þetta lag alltaf sungið í lok stundarinnar. Í Fífuborg er lögð áhersla á að kenna börnunum þakklæti og hvað það er margt sem er ástæða til að vera þakklátur fyrir, eins og t.d. jörðina, fjölskyldu og vini.

Mahalo

 C       G
Mahalo fyrir jörðina 
 F       C
mahalo fyrir þig
 C               G
Mahalo fyrir stjörnurnar, himin og haf
 F       C
mahalo fyrir mig

       C     F
Syngdu mahalo mahalo 
  C       G
mahalo fyrir allt
  C       F
Mahalo þýðir þakkir
  C     G    C
mahalo mahalo mahalo

Mahalo fyrir stundirnar hér,
mahalo fyrir pabba og mömmu.
Mahalo fyrir syskini og góða vini 
mahalo fyrir afa og ömmu

//:Syngdu mahalo mahalo 
mahalo fyrir allt
Mahalo þýðir þakkir
mahalo mahalo mahalo:// x2

Gítarklemma á 1.
Lag: Laurie Berkner
Þýðing: Elva Dögg Pedersen

Myndskeið

Eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan notum við tákn með þegar við syngjum lagið. Hér er pdf-skjal sem hægt er að prenta út: Mahalo_tákn.pdf

Síðast breytt
Síða stofnuð