Che che kule

Þetta lag er frá Ghana. Það er auðvelt að syngja og auðvelt að læra, og það er gott að nota það til að fá smá líf og fjör í hópinn, því að maður gerir hreyfingar með um leið og maður syngur. Það er sérstkalega gaman þegar börnin eru orðin svo vön laginu að eitthvert þeirra getur tekið að sér að vera forsöngvari eins og sést á myndskeiðinu hér að neðan.

Ef þið leitið að laginu á netinu er gott að hafa í huga að það er oft skrifað "Kye kye kule", en ég vel að skrifa það "Che Che" af því að það er þannig sem það er borið fram.

Che che kule

Einsöngur: Che che kule  
Allir: Che che kule  
Einsöngur`: Che che kofisa  
Allir: Che che kofisa  
Einsöngur: Kofisa langa  
Allir: Kofisa langa  
Einsöngur: Kaka shi langa  
Allir: Kaka shi langa  
Einsöngur: Kum adende  
Allir: Kum adende  
Allir: Kum adende - Hey!

Lagið með skýringarmyndum (PDF)

Myndskeið

Eftirfarandi myndskeið var tekið upp í söngstund hjá okkur á Sjávarhóli í október 2010. Börnin voru alveg sérstaklega dugleg og skiptust á að syngja einsöng til að leiða hópinn. Hér er annars hljóðsporið sem ég nota oftast með laginu: 01-che-che-kule.m4a.

Á íslensku

Það er mjög auðvelt að aðlaga þetta yfir á íslensku með því að syngja líkamshlutann sem við snertum.

Hendur á höfuð x2
Hendur á axlir x2
Hendur á mjaðmir x2
Hendur á hné x2
Gríptu um ökkla x2
Gríptu um ökkla - HEY!
Síðast breytt
Síða stofnuð