Abba-labba-lá

Nú á bóndadaginn var haldið þorrablót og í þetta sinn var ákveðið að leggja áherslu á hjátrú og aðallega á álfa, drauga og tröll. Við lásum sögur og sungum söngva og þá sérstaklega um álfadrottninguna sem lokkar og hlær en er engu að síður hættuleg. Okkur kom þá í hug Abba-labba-lá eftir Davið Stefánsson. Abba-labba-lá trúði á stokka og steina, lokkaði, dansaði og heillaði.

Lagið sló strax í gegn og var sungið á klósettinu, fataklefanum og matsalnum og þó víðar væri leitað. Við dáðumst að því hvað börnin voru næm fyrir blæbrigðum og innihaldi og komu þau okkur enn og aftur ánægulega á óvart. Við erum mjög stolt af þeim :o)

Abba-labba-lá

Hún hét Abba-labba-lá.
Hún var svört á brún og brá
og átti kofa' í skóginum
milli grænna greina
og trúði' á stokka' og steina.
Einu sinni sá ég Abba-labba-lá.
Hún dansaði í skóginum
svört á brún og brá.
Mér hlýnaði um hjartað
og hrópaði hana á:
Abba-labba, Abba-labba, 
Abba-labba-lá.
Abba-labba-lá.

Texti: Davíð Stefánsson

Myndskeið

(Við tókum reyndar ekki nema hluta af ljóðinu með börnunum, enda fannst okkur kannski ekki viðeigandi að þau væru að syngja þann hluta þar sem sögumaðurinn deyr og Abba-labba-lá drekkur blóð hans...)

Síðast breytt
Síða stofnuð