Hver er inni í krókódíl?

Í tengslum við krókódílaþema á deildinni datt okkur í hug að breyta þessum sígilda leik aðeins þannig að í stað þess að börnin feli sig bara undir teppi er það krókódíll sem hefur étið þau. Við vorum með drekateppi sem við breyttum í krókódílateppi til að gera leikinn aðeins raunverulegri.

Börnin á deildinni voru bara þriggja ára. Til að þeim þætti ekki of hræðilegt að hugsa sér að vera inni í krókódílamaga byrjuðum við á því að ég væri krókódíllinn og sýndum börnunum að það væri svolítið notalegt að vera saman inni í maganum.

Myndskeið

Það hjálpaði líka upp á hugrekkið að fá að vera mörg saman í maganum. Það gaf reyndar líka færi á að allir fengju að prófa því að hópurinn var svolítið stór.

Síðast breytt
Síða stofnuð