Dans frá Póllandi (Krasnoludki)

Pólsk starfssystir mín af Lundabóli, Agata, gaf mér geisladisk með þessu lagi, "My jesteśmy krasnoludki", sem fjallar um litla garðálfa eða dverga. Dansinn er ótrúlega skemmtilegur og fylgir innihaldi textans vel. Til að börnin vissu hvað lagið fjallaði um gerði ég langan myndarenning, sem tvær stelpur halda á milli sín á myndinni hér fyrir neðan. Dansinn sést á myndskeiðinu neðst á síðunni.

MP3-skrá

Útgáfan sem ég nota er af geisladiski sem heitir Piosenki Dla Dzieci og kom út 2004. Það er væntanlega erfitt fyrir fólk að útvega hann, þannig að ég hef sett hér inn mp3-skrá. Hægrismellið og veljið "Save target as..." eða álíka til að sækja það á tölvuna hjá ykkur.

Textinn á pólsku

Agata og börnin á Lerkinu.

My jesteśmy krasnoludki,
Hopsa sa, hopsa sa,
Pod grzybkami nasze budki,
Hopsa, hopsa sa,

Jemy mrówki, żabkie łapki,
Oj tak tak, oj tak tak,
A na głowach krasne czapki,
To nasz, to nasz znak.

Gdy ktoś skrzywdzi krasnoludka,
Oj joj joj, oj joj joj!
Płacze nawet niezabudka:
Oj joj joj, oj joj joj!

Gdy ktoś zbłądzi, to trąbimy,
Trutu tu, trutu tu,
Gdy ktoś senny, to uśpimy,
Lulu lulu lu.

Þjóðlag, höfundur texta óþekktur.

Íslensk þýðing

Þetta er ekki söngtexti heldur bara bókstafleg þýðing pólska textans:

Við erum kátir garðálfar,
hoppsa-sa, hoppsa-sa.
Við búum í húsum undir sveppum,
hoppsa-sa, hoppsa-sa.

Við borðum maura og froskalappir,
nammi-namm, nammi-namm.
Á kollinum höfum við dvergahúfu,
það er okkar auðkenni.

Ef einhver slær garðálfana,
skamm, skamm, skamm,
byrjar meira að segja gleym-mér-ei að gráta
skamm, skamm, skamm.

Ef einhver villist, blásum við í hornið,
trú-rú-rú, trú-rú-rú.
Ef einhver verður þreyttur, svæfum við,
lú-lú-lú, lú-lú-lú.

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð