Tilfinningablús

Þetta lag fjallar um hvernig maður finnur fyrir tilfinningum í öllum líkamanum og hvernig þær eru allar mismunandi eftir því hvernig skapi maður er í. Lagið gefur okkur þess vegna frábært tækifæri til að herma eftir og lifa okkur inn í alls konar tilfinningar. Til að hjálpa okkur notum við andlitsmynd sem hægt er að breyta til að sýna viðkomandi tilfinningu.

Tilfinningablús

Ég finn það ofan í maga o-ho   
Ég finn það niður í fætur o-ho
Ég finn það fram í hendur o-ho
Ég finn það upp í höfuð o-ho
Ég finn það hér og hér og hér og hér og
hér og hér og hér 
Hvað ég er reið (glöð/ leið/ þreytt / hress o.s.frv.)
Hér inni í mér.

Lag:Ingrid Welén: "Kännerblues" (sænskt lag)
Þýðing: Margrét Pála Ólafsdóttir

Leit mín að upplýsingum um þetta lag hefur verið mjög skemmtileg. Ég komst að því að Magga Pála þýddi textann, og hún gat upplýst mig um að lagið væri frá Svíþjóð. Gegnum ágiskanir beindi Google mér síðan á sænska nafnið "Kännerblues" og nafn höfundarins. Síðan var ég líka svo heppin að finna upplýsingar um að lagið væri að finna í sænskri söngbók (Elefantboken) sem er fáanleg á bókasafni HÍ í Stakkahlíð, þannig að þeir sem hafa áhuga geta fundið nótur þar. Árið 1993 kom lagið út á geisladisk sem heitir Barnabros. Það er sungið af Siggu Beinteins og Maríu Björk Sverrisdóttur.

Svipbrigðaandlitið

Gula andlitið sem ég nota með laginu fékk ég sent frá fyrirverandi námsfélaga og samkennara mínum sem heitir Carsten Møller. Hann hefur ásamt Niels Rahbæk þróað þetta "verkfæri" (Face-It) til að hjálpa börnum að skilja tilfinningar og tjá sig um þær. Augljóslega er þetta líka hjálp fyrir alla sem vinna á leikskóla. Það er hægt að kaupa andlit og lesa meira á heimasíðu þeirra, mererobust.dk.

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð